Kvika eignastýring hefur undirritað samstarfssamninga við fjölda erlendra aðila um sölu og dreifingu á sjóðum þeirra. Viðskiptavinir Kviku eignastýringar hafa því aðgang að fjölbreyttu úrvali fjárfestingakosta um allan heim.
Kvika eignastýring hóf samstarf við Wellington Management árið 2016 um sölu og dreifingu á hlutabréfasjóðnum Global Quality Growth. Sjóðurinn fjárfestir í hlutabréfum á öllum helstu mörkuðum heims með langtíma árangur að leiðarljósi og áherslu á jafnvægi milli vaxtar, arðsemi og gæðaviðmiða. Wellington Management var stofnað í Bandaríkjunum árið 1928 og er fyrirtækið með 969 milljarða dollara í stýringu og annast þjónustu viðskiptavina í 60 löndum.
Kvika eignastýring hóf samstarf við T. Rowe Price árið 2016 um sölu og dreifingu á sjóðum þeirra. T. Rowe Price er þekkt á heimsvísu fyrir mikið úrval sjóða í öllum eignaflokkum og mörkuðum. T. Rowe Price var stofnað í Bandaríkjunum árið 1937 og er fyrirtækið með um 760 milljarða dollara í eignastýringu og starfsemi í 16 löndum. Fjárfestingarstefna T. Rowe Price er öguð með áherslu á rannsóknir, virka áhættustýringu og stöðugleika.
Amundi er stærsta eignastýringarfyrirtæki í Evrópu. Það varð til við samruna eignastýringar Societe Generale og Credit Agricóle árið 2010. Árið 2017 var Pioneer Investments hluti af Amundi eftir sameiningu. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í París og með skrifstofur í 37 löndum í Evrópu, Bandaríkjunum, miðausturlöndum og Asíu. Eignir í stýringu eru samtals 1,5 milljarður dollara
Pareto var stofnað árið 1995 og er með starfsemi í Osló, Stokkhólmi og Frankfurt. Með samstarfi við Pareto hefur Kvika eignastýring aðgang að norrænum fjármálamörkuðum og verðbréfasjóðum.
Hermes Investments var stofnað árið 1983 og annaðist eingöngu eignastýringu fyrir lífeyrissjóð British Telecom (BT). Federated Investors keyptu meirihluta í Hermes árið 2018 sem nú heitir Federated Hermes. Starfsemi í 12 borgum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Sérhæfð eignastýring með 575 milljarða dollara í stýringu og 880 milljarða í ráðgjöf og 1900 starfsmenn. Samfélagsleg ábyrgð hefur lengi verið hluti af fjárfestingarferli Hermes.
Columbia Threadneedle Investments er alþjóðlegt fjármálafyrirtæki sem veitir alhliða fjármálaþjónustu á öllum helstu eignamörkuðum og eignaflokkum. Eignir í stýringu eru samtals 450 milljarðar dollara. Félagið hefur starfsstöðvar í 17 löndum.
Kvika eignastýring hefur átt í áralöngu samstarfi við Banque de Luxembourg sem býður viðskiptavinum upp á alhliða bankaþjónustu og eignastýringu. Bankinn hefur verið starfræktur frá árinu 1920.
Kvikaeignastyring.is notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
Tölfræðilegar vefkökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.