Forsíða /
Fréttir /
Kvika eignastýring á toppnum

Kvika eignastýring á toppnum

Föstudagur 02. febrúar 2024

Allir sjóðir fyrir almenna fjárfesta í virkri stýringu Kviku eignastýringar skiluðu jákvæðri ávöxtun árið 2023*.

Samkvæmt samantekt Keldunnar skipuðu sjóðirnir sér í efstu sæti yfir hæstu ávöxtun 2023 hvort sem horft er til hlutabréfa eða skuldabréfa.

Í flokki skuldabréfasjóða sem fjárfesta í meðallöngum skuldabréfum skipuðu sjóðir Kviku eignastýringar efstu þrjú sætin. Í flokki stuttra skuldabréfa var sjóður okkar með hæstu ávöxtunina. Hlutabréfasjóður okkar skilaði hæstu ávöxtun sambærilegra hlutabréfasjóða.

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar
„Það er frábært að sjá að allir okkar sjóðir í virkri stýringu félagsins skiluðu jákvæðri ávöxtun og sumir hverjir hæstu ávöxtun síns flokks. Þessi árangur er viðurkenning fyrir okkur og sýnir að samvinna okkar starfsfólks er að virka í jafn krefjandi markaðsaðstæðum og raun ber vitni.“

Við bjóðum 100% afslátt af gengismun sjóða til 1. mars. 

Sjóðir Kviku eignastýringar

*Samkvæmt Keldunni