Forsíða /
Fréttir /
Fjárfestu í sjóðum Kviku eignastýringar í gegnum appið

Fjárfestu í sjóðum Kviku eignastýringar í gegnum appið

Þriðjudagur 12. mars 2024

Með nýrri uppfærslu á Kviku appinu er nú hægt að fjárfesta í sjóðum Kviku eignastýringar með einföldum hætti í gegnum appið.

Í appinu er að finna yfirlit sjóða Kviku eignastýringar og þá er einnig hægt að skoða gengisþróun hvers sjóðs ásamt áhættuflokkun, eignasamsetningu og öðrum ítarupplýsingum.

Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar.
Með Kviku appinu erum við að koma enn frekar til móts við viðskiptavini okkar sem hafa nú góða yfirsýn yfir verðbréfasöfn sín með einföldum hætti í símanum auk þess að geta fjárfest í fjölbreyttu úrvali sjóða í rekstri Kviku eignastýringar.  

Appið er aðgengilegt í App store og Google Play

Nánar um Kviku verðbréf