Forsíða /
Fréttir /
Gjaldeyrir á hverfanda hveli

Gjaldeyrir á hverfanda hveli

Föstudagur 03. maí 2013

„Veruleg endurfjármögnunaráhætta er til staðar sökum þess að afborgunarferill erlendra skulda þjóðarbúsins er mun þyngri á næstu árum en núverandi viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins leyfir á sama tíma og enn ríkir óvissa um aðgengi stórra aðila að erlendum fjármagnsmörkuðum.“1 „>Svohljóðandi eru upphafsorð annars kafla nýjasta heftis Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Um er að ræða eina ítarlegustu og gagnlegustu umfjöllun Seðlabankans um greiðsluflæði þjóðarbúsins sem birst hefur hingað til. Það sætir raunar nokkurri furðu að Seðlabankinn hafi beðið jafnlengi og raun ber vitni með að greina frá hinni raunverulegu stöðu þjóðarbúsins. Sérstaklega í ljósi að þeir sem málið þekkja hafa um nokkuð skeið getað komist að nokkurn veginn sömu niðurstöðu og Seðlabankinn gerir nú. Ansi lengi hefur legið fyrir með hvaða hætti endurgreiðsluferill erlendra lána ríkissjóðs, sveitarfélaga, Seðlabanka er á næstu árum.“