Ríkisfjármálin á rangri leið?

föstudagur 10. maí 2013

Á síðustu árum hafa ríkisfjármálin verið ofarlega á baugi, enda hafa skuldir ríkissjóðs Íslands aukist hratt síðastliðin ár. Raunar hefur verið furðulegt að fylgjast með umræðum á opinberum vettvangi um stöðu ríkisfjármála. Sumir benda á að unnið hafi verið þrekvirki í stýringu ríkisfjármála, á meðan aðrir telja ríkissjóð fljóta að feigðarósi samfara hraðri skuldaaukningu síðastliðinna ára. Sem kunnugt er jukust umsvif ríkisins mikið á árunum fyrir hrun bankanna 2008, svo mörgum þótti nóg um. Sú útgjaldaukning var talin réttlætanleg á þeim tíma í ljósi stóraukinna tekna ríkissjóðs á hinu mikla hagvaxtarskeiði sem stóð yfir um miðjan síðasta áratug. Þessi þróun opinbers rekstrar var ekki íslenskt einsdæmi – það sama gerðist alls staðar í hinum vestræna heimi samfara miklum efnahagsuppgangi á heimsvísu.
Því var stórt verkefni sem beið ráðandi afla í íslensku samfélagi á árinu 2009, enda voru ríkisútgjöld á þeim tíma orðin alltof mikil og ósjálfbær til lengri tíma litið. Sú aðferð sem notuð var við endurskipulagningu ríkissjóðs frá árinu 2009 einkenndist hins vegar af smáskammtalækningnum og hlutfallslegum niðurskurði á alla útgjaldaliði. Ekki virðist hafa verið ráðist í heildarendurskoðun á því hvar væri raunverulega þörf á því að ráðstafa opinberu fé. Þrátt fyrir að hallinn á ríkissrekstri hafi minnkað mikið á síðustu árum, sitja eftir miklar skuldir frá síðustu árum. Ekki verður annað séð en að gerð hafi verið tilraun til að verja útþaninn ríkisrekstur áranna fyrir efnahagsáfallið 2008, fremur en að ráðast í heildarendurskoðun á því hvaða hlutverki ríkið á að gegna.
Á síðustu árum hafa ríkisfjármálin verið ofarlega á baugi, enda hafa skuldir ríkissjóðs Íslands aukist hratt síðastliðin ár. Raunar hefur verið furðulegt að fylgjast með umræðum á opinberum vettvangi um stöðu ríkisfjármála. Sumir benda á að unnið hafi verið þrekvirki í stýringu ríkisfjármála, á meðan aðrir telja ríkissjóð fljóta að feigðarósi samfara hraðri skuldaaukningu síðastliðinna ára. Sem kunnugt er jukust umsvif ríkisins mikið á árunum fyrir hrun bankanna 2008, svo mörgum þótti nóg um. Sú útgjaldaukning var talin réttlætanleg á þeim tíma í ljósi stóraukinna tekna ríkissjóðs á hinu mikla hagvaxtarskeiði sem stóð yfir um miðjan síðasta áratug. Þessi þróun opinbers rekstrar var ekki íslenskt einsdæmi – það sama gerðist alls staðar í hinum vestræna heimi samfara miklum efnahagsuppgangi á heimsvísu.
Því var stórt verkefni sem beið ráðandi afla í íslensku samfélagi á árinu 2009, enda voru ríkisútgjöld á þeim tíma orðin alltof mikil og ósjálfbær til lengri tíma litið. Sú aðferð sem notuð var við endurskipulagningu ríkissjóðs frá árinu 2009 einkenndist hins vegar af smáskammtalækningnum og hlutfallslegum niðurskurði á alla útgjaldaliði. Ekki virðist hafa verið ráðist í heildarendurskoðun á því hvar væri raunverulega þörf á því að ráðstafa opinberu fé. Þrátt fyrir að hallinn á ríkissrekstri hafi minnkað mikið á síðustu árum, sitja eftir miklar skuldir frá síðustu árum. Ekki verður annað séð en að gerð hafi verið tilraun til að verja útþaninn ríkisrekstur áranna fyrir efnahagsáfallið 2008, fremur en að ráðast í heildarendurskoðun á því hvaða hlutverki ríkið á að gegna.

Mikil raunaukning útgjalda frá 2006
Augljósasta dæmið um þetta er að opinberum starfsmönnum fækkaði aðeins um 6,3% milli áranna 2008 og 2010.1 Sé miðað við fjárlagafrumvarp árins 2013 munu ríkisútgjöld á árinu 2013 aukast að raunvirði um 6-7% frá árinu 2008 – og það þrátt fyrir að raunútgjaldaukning ríkissjóðs milli áranna 2007 og 2008 hafi numið heilum 18,2%. Við þetta má bæta að ríkisútjgöld samkvæmt fjárlögum 2013 eru tæplega 50% meiri en á árinu 2006 á föstu verðlagi. 2 Ekki er undarlegt að einhverjir séu uggandi yfir þróun mála. Sérstaklega ef þróun ríkisútgjalda er sett í samhengi við hagvöxt á Íslandi á tímabilinu sem um ræðir.