Forsíða /
Fréttir /
Breytingar á fjárfestingarsjóði Júpíters

Breytingar á fjárfestingarsjóði Júpíters

Miðvikudagur 15. maí 2013

Hinn 3. maí 2013 staðfesti Fjármálaeftirlitið breytingu á reglum sjóðsdeilda Fjárfestingarsjóðs Júpíters. Helstu breytingar voru eftirfarandi:

Nafni sjóðsdeildarinnar „Júpíter – ÍS-6“ er breytt í „Júpíter – Innlend hlutabréf“.

Heimilisfangi rekstrarfélagsins er breytt í Ármúla 13A, 108 Reykjavík.

Viðskiptatíma sjóðsdeilda er breytt frá 09:30 til 14:30 í 09:00 til 14:00.

Uppgjör kauppantana er breytt úr T+1 í T+3.

Uppgjör sölupantana er breytt úr T+10 í T+5.

Sjóðsdeildir nýta sér nú heimildir 6. og 7. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011 en þær greinar fela í sér skammtímaheimildir til lántöku allt að 25% eigna sjóðs og aukinnar heimildar til skortsölu skráðra bréfa.

Nánari upplýsingar um sjóði Júpíters veitir starfsfólk MP banka í síma 540-3200. Reglurnar í heild sinni auk útboðslýsingar má finna á vefsíðu Júpíters, jupiter.is.