Breytingar á verðbréfasjóði Júpíters

þriðjudagur 25. júní 2013

Hinn 31. maí 2013 staðfesti Fjármálaeftirlitið breytingu á reglum sjóðsdeilda Verðbréfasjóðs Júpíters. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Ný sjóðsdeild hlaut staðfestingu, Lausafjársjóður.

Munur á kaup -og sölugengi sjóða var uppfært:

 – Gengismunur Ríkisskuldabréfasjóðs er nú 1,00%
 – Gengismunur Ríkisverðbréfasjóður – Stuttur er nú 0,50%
 – Gengismunur Ríkisverðbréfasjóður – Meðallangur er nú 1,00%
 – Gengismunur Ríkisverðbréfasjóður – Langur er nú 1,00%

Heimilisfangi rekstrarfélagsins er breytt í Ármúla 13A, 108 Reykjavík.

Viðskiptatíma sjóðsdeilda er breytt frá 09:30 til 14:30 í 09:00 til 14:00.

Nánari upplýsingar um sjóði Júpíters veitir starfsfólk MP banka í síma 540-3200. Reglurnar í heild sinni auk útboðslýsingar má finna á síðu hverrar sjóðsdeildar.