Nýr sérfræðingur hjá Júpíter

fimmtudagur 12. september 2013

Þorlákur Helgi Hilmarsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur hjá Júpíter rekstrarfélagi en áður starfaði Þorlákur sem sérfræðingur í viðskiptaráðgjöf hjá Ernst&Young.

Þorlákur hefur verið stunda- og dæmatímakennari við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2010 og kennt námskeið í grunnnámi og framhaldsnámi. Þá hefur hann einnig verið aðstoðarkennari í tölfræði við MBA nám í Háskólanum í Reykjavík.

Þorlákur er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði, M.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði og MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.