Opið fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini í sjóðum Júpíter

miðvikudagur 07. maí 2014

Júpíter rekstrarfélag hf. hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini þeirra sjóða félagsins sem eiga skuldabréf útgefin af Íbúðalánasjóði. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að opnað hefur verið fyrir viðskipti með öll skuldabréf útgefin af Íbúðalánasjóði.