Forsíða /
Fréttir /
Breyttur uppgjörstími sjóða

Breyttur uppgjörstími sjóða

Föstudagur 03. október 2014

Framundan eru breytingar á uppgjörstíma sjóða í rekstri Júpíter. Breytingarnar taka gildi mánudaginn 6. október 2014. Um er að ræða breytingar sem koma til vegna breytts uppgjörstíma verðbréfaviðskipta á Aðalmarkaði og First North. Eignir sjóðanna eru m.a. skráðar á umræddum mörkuðum.

Skuldabréfasjóðir höfðu áður uppgjörstíma daginn eftir viðskipti (T+1) og hlutabréfasjóðir þriðja dag eftir viðskipti (T+3). Eftir breytinguna verður uppgjörstíminn samræmdur og miðast við annan dag eftir viðskipti (T+2). Þeir sjóðir sem um ræðir eru eftirfarandi:

  • Ríkisskuldabréfasjóður
  • Ríkisverðbréfasjóður – stuttur
  • Ríkisverðbréfasjóður – meðallangur
  • Ríkisverðbréfasjóður – langur
  • Ríkisverðbréfasjóður – óverðtryggður
  • Júpíter – Innlend hlutabréf
  • Eignaleið I – Skuldabréfasafn
  • Eignaleið II – Varfærið safn
  • Eignaleið III – Blandað safn
  • Eignaleið IV – Hlutabréfasafn

Frá og með mánudeginum 6. október munu sjóðirnir fá uppgjörstímann T+2.

Athygli er vakin á því að Júpíter – Lausafjársjóður mun áfram gera upp viðskipti daginn eftir að viðskiptadag (T+1).