Forsíða /
Fréttir /
Hæsta ávöxtunin 2014

Hæsta ávöxtunin 2014

Þriðjudagur 06. janúar 2015

Ávöxtun fjárfestingarsjóðsins Júpíter – Innlend hlutabréf nam 17,8% á árinu 2014 sem var sú hæsta meðal sambærilegra sjóða samkvæmt gagnagrunni Kóða sem nálgast má á Keldan.is. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands um 6,5% á árinu 2014. Frá stofnun sjóðsins 7. maí 2012 til loka ársins 2014 var meðalnafnávöxtun hans 25,4% á árs grundvelli. Á sama tímabili var meðalnafnávöxtun Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands 9,1% á árs grundvelli.

Sjóðurinn er ætlaður þeim aðilum sem vilja ávaxta fé sitt til þriggja ára eða lengur þar sem sveiflur í gengi sjóðsins geta verið umtalsverðar. Markmið sjóðsins er að auka verðmæti sjóðfélaga með virkri stýringu fjárfestinga í skráðum og óskráðum hlutabréfum og afurðum tengdum þeim. Fjárfestingum sjóðsins er beint að þeim fjárfestingarkostum sem sjóðstjóri telur líklegasta til að skila bestri ávöxtun að teknu tilliti til áhættu.

Júpíter – Innlend hlutabréf er fjárfestingarsjóður (non-UCITS) skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Sjóðurinn er rafrænt skráður og er því hægt að varsla skírteini hans hvar sem er.

Árangur í fortíð er hvorki áreiðanleg vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingum í fjárfestingarsjóðum fylgir áhætta og eru fjárfestar hvattir til að kynna sér hana í lykilupplýsingum og útboðslýsingu sjóðsins sem nálgast má á vefsíðu Júpíters, jupiter.is. Fjárfestar eru jafnframt hvattir til að leita sérfræðiráðgjafar um hvort sjóðurinn henti þeirra fjárfestingarmarkmiðum. Skattlagning hlutdeildarskírteina fellur undir lög um tekjuskatt nr. 90/2003 og staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur nr. 94/1996. Eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðum eru hvattir til að kynna sér skattalega stöðu sína og leita ráðgjafar sérfræðinga.