Forsíða /
Fréttir /
Nýr sjóðstjóri hjá Júpíter

Nýr sjóðstjóri hjá Júpíter

Miðvikudagur 08. apríl 2015

Stefán Helgi Jónsson hefur tekið við starfi sjóðstjóra hjá Júpíter rekstrarfélagi en áður starfaði Stefán sem verðbréfamiðlari hjá MP banka. Stefán hefur starfað á fjármálamarkaði síðan 2004 við fjárstýringu, eignastýringu og verðbréfamiðlun.

Stefán er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í fjármálum frá Heriot-Watt University og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.