Forsíða /
Fréttir /
Nýr sjóðstjóri fagfjárfestasjóða Júpíters

Nýr sjóðstjóri fagfjárfestasjóða Júpíters

Mánudagur 18. maí 2015

Skúli Hrafn Harðarson, forstöðumaður eigin viðskipta MP banka, hefur verið ráðinn sjóðstjóri fagfjárfestasjóða Júpíter. Skúli hefur starfað í eigin viðskiptum MP banka frá því í desember 2008 en starfaði áður í eigin viðskiptum Saga fjárfestingarbanka.

Skúli er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann mun hefja störf hjá Júpíter 1. júní næstkomandi.