Hinn 18. maí 2015 staðfesti Fjármálaeftirlitið breytingu á reglum sjóðsdeildarinnar Júpíter – Lausafjársjóður í Fjárfestingarsjóði Júpíters. Breytingarnar taka gildi þann 1.júní næstkomandi en helstu breytingar eru eftirfarandi:
– Sjóðnum var veitt heimild til að kaupa víxla og skuldabréf útgefin af fjármálafyrirtækjum fyrir 0-40% af hreinum eignum sjóðsins
– Sjóðnum var veitt heimild til að kaupa víxla og skuldabréf útgefin af sveitarfélögum fyrir 0-30% af hreinum eignum sjóðsins
Nánari upplýsingar um sjóði Júpíters veitir starfsfólk MP banka í síma 540-3200. Reglurnar í heild sinni auk útboðslýsingar má finna á síðu hverrar sjóðsdeildar.