Breyting á reglum Júpíter - Lausafjársjóður

mánudagur 18. júlí 2016

Hinn 13. júlí 2016 staðfesti Fjármálaeftirlitið breytingu á reglum sjóðsdeildarinnar Júpíter – Lausafjársjóður í Fjárfestingarsjóði Júpíters sem tekur gildi 20. júlí næstkomandi. Með breytingunni var heimild sjóðsins til kaupa á víxlum útgefnum af fjármálafyrirtækjum hækkuð úr 0 – 40% í 0 – 50%.

Nánari upplýsingar um sjóði Júpíters veitir starfsfólk einkabankaþjónustu Kviku banka í síma 540-3200.