Forsíða /
Fréttir /
Samruni verðbréfa- og fjárfestingarsjóða

Samruni verðbréfa- og fjárfestingarsjóða

Fimmtudagur 02. nóvember 2017

Stjórnir Rekstrarfélags Virðingar hf., kt. 531109-2790 og Júpíter rekstrarfélags hf., kt. 520506-1010, hafa tekið ákvörðun um samruna eftirfarandi sjóða Rekstrarfélags Virðingar hf. við eftirfarandi sjóði Júpíter rekstrarfélags hf.:

  • Verðbréfasjóðurinn Virðing Ríkisbréf – langur, kt. 470110-9960 og verðbréfasjóðurinn Ríkisskuldabréfasjóður, kt. 591108-9990.
  • Fjárfestingarsjóðurinn Virðing – Íslensk hlutabréf, kt. 691211-9830 og fjárfestingarsjóðurinn Júpíter – Innlend hlutabréf, kt. 570112-9960.
  • Fjárfestingarsjóðurinn Virðing – lausafjársjóður, kt. 681013-9970 og fjárfestingarsjóðurinn Júpíter – Lausafjársjóður, kt. 570413-9960.
  • Fjárfestingarsjóðurinn Virðing – Verðbréfaval A, kt. 590214-9730 og fjárfestingarsjóðurinn Eignaleið I – Skuldabréfasafn, kt. 630713-9940.
  • Fjárfestingarsjóðurinn Virðing – Verðbréfaval B, kt. 590214-9650 og fjárfestingarsjóðurinn Eignaleið II – Varfærið safn, kt. 630713-9860.
  • Fjárfestingarsjóðurinn Virðing – Verðbréfaval C, kt. 590214-9570 og fjárfestingarsjóðurinn Eignaleið III – Blandað safn, kt. 630713-9780.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki fyrir samruna sjóðanna sem mun eiga sér stað þann 11. desember 2017. Hlutdeildarskírteinishöfum er bent á að þeir sem ekki eru samþykkir samrunanum geta krafist innlausnar á allri eignarhlutdeild sinni í sjóðunum samkvæmt þeim skilmálum sem gilda samkvæmt reglum viðkomandi sjóðs um innlausn allt þar til fimm virkum dögum fyrir gildistöku samrunans, eða til 3. desember 2017.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn einkabankaþjónustu Kviku banka hf. í síma 540 3200 eða á netfanginu einkabankathjonusta@kvika.is.