Forsíða /
Fréttir /
Eva Sóley kjörin í stjórn Júpíter

Eva Sóley kjörin í stjórn Júpíter

Miðvikudagur 10. janúar 2018

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir var kjörin í stjórn Júpíter rekstrarfélags hf. á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum. Eva starfar sem framkvæmdastjóri fjármála -og rekstrarsviðs Advania á Íslandi. Eva var áður forstöðumaður á fjármálasviði hjá Össuri, en starfaði áður lengst af hjá Kaupþingi, meðal annars í fjárstýringu, fjármögnun, á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf og síðast í stöðu fjármálastjóra. Þá situr hún í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands, var um tíma varaformaður stjórnar Landsbankans og sat í stjórn Skeljungs. Eva Sóley er með B.Sc. í hagverkfræði og M.Sc. í fjármálaverkfræði frá Columbia University í New York.

Um Júpíter rekstrarfélag hf.
Júpíter sérhæfir sig í stýringu fjármuna og starfrækir úrval skuldabréfa-, lausafjár- og hlutabréfasjóða sem eru rafrænt skráðir og opnir almenningi til fjárfestingar. Félagið rekur einnig blandaða sjóði og fagfjárfestasjóði. Fjárfestar í sjóðum félagsins eru einstaklingar, fyrirtæki, lífeyrissjóðir og sjóðir annarra rekstrarfélaga. Við stýringu sjóða eru hagsmunir sjóðfélaga ávallt hafðir að leiðarljósi með það að markmiði að ná framúrskarandi árangri þar sem skilvirku jafnvægi ávöxtunar og áhættu er náð.