Forsíða /
Fréttir /
Samruni Júpíters Rekstrarfélags hf. og Öldu sjóða hf.

Samruni Júpíters Rekstrarfélags hf. og Öldu sjóða hf.

Fimmtudagur 31. maí 2018

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Júpíters rekstrarfélags hf. og Öldu sjóða hf. Samruninn mun taka gildi frá og með dagslokum 31. maí 2018 og mun sameinað félag starfa undir nafni og kennitölu Júpíters rekstrarfélags hf. frá þeim tíma. Samhliða samruna munu Þorkell Magnússon og Sigurður Ottó Þorvarðsson ganga til liðs við Júpíter.

Júpíter rekstrarfélag hf. sérhæfir sig í stýringu fjármuna og starfrækir úrval skuldabréfa-, lausafjár- og hlutabréfasjóða sem eru rafrænt skráðir og opnir almenningi til fjárfestingar. Félagið rekur einnig blandaða sjóði og fagfjárfestasjóði. Eignir í stýringu félagsins nema um 110 milljörðum króna.

Frekari upplýsingar veita starfsmenn félagsins í síma 522 0010 eða í gegnum netfangið jupiter@jupiter.is.