Forsíða /
Fréttir /
Sigríður Mogensen kjörin í stjórn Júpíter

Sigríður Mogensen kjörin í stjórn Júpíter

Mánudagur 04. mars 2019

Sigríður Mogensen var kjörin í stjórn Júpíter rekstrarfélags hf. á hluthafafundi félagsins sem haldinn var þann 1.mars síðastliðinn. Sigríður starfar sem sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Sigríður starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri í áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London, sem hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og hjá sérstökum saksóknara. Þá hefur Sigríður einnig starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Um árabil var hún aðstoðarkennari í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands.

Sigríður er hagfræðingur að mennt með BS gráðu frá Háskóla Íslands og MS gráðu í reikningshaldi og fjármálum frá London School of Economics (LSE).