Forsíða /
Fréttir /
Ársuppgjör Júpíters rekstrarfélags hf. fyrir árið 2019

Ársuppgjör Júpíters rekstrarfélags hf. fyrir árið 2019

Miðvikudagur 29. apríl 2020

Júpíter rekstrarfélag hf. hefur birt ársreikning fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2019. Helstu niðurstöður ársreiknings eru þessar:

  • Hagnaður eftir skatta nam 260 milljónum króna.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 837 milljónum króna.
  • Eigið fé jókst um rúmlega 100 milljónir króna og stóð í 803 milljónum króna í lok árs 2019.
  • Í lok árs voru 30 sjóðir í rekstri félagsins, sem og þrjú samlagshlutafélög.
  • Eignir í stýringu jukust um tæpa 30 milljarða króna á árinu og stóðu í 129 milljörðum króna í lok árs.

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters:

„Júpíter hefur verið í örum vexti síðustu ár og var árið 2019 engin undantekning þar á. Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu margir viðskiptavinir treysta okkur hjá Júpíter fyrir að ávaxta fjármuni sína. Eignir í stýringu jukust um tæpa 30 milljarða króna á árinu og  félagið skilaði góðri ávöxtun til viðskiptavina sinna.“

Ársreikningur Júpíters 2019