Júpíter rekstrarfélag hf. bendir viðskiptavinum sínum á að Nasdaq CSD á Íslandi (Nasdaq verðbréfamiðstöð, NVM) áætlar að taka í notkun nýtt verðbréfauppgjörskerfi mánudaginn 24. ágúst nk. Vegna gangsetningar á nýja kerfinu verða viðskipti með verðbréf og viðskipti sjóða í rekstri Júpíters rekstrarfélags hf. ekki gerð upp þennan dag. Mánudagurinn 24. ágúst verður þannig skilgreindur sem „dagur án uppgjörs“. Þar sem lokað verður fyrir uppgjör verðbréfaviðskipta þann 24. ágúst þá verða viðskipti sem framkvæmd eru á fimmtudeginum 20. ágúst 2020 með sjóði sem eru með uppgjör T+2 gerð upp á þriðjudeginum 25. ágúst 2020. Að sama skapi verða viðskipti framkvæmd á föstudeginum 21. ágúst 2020 með sjóði sem eru með uppgjör T+2 gerð upp á miðvikudeginum 26. ágúst 2020. Þessa tvo tilteknu daga verður því uppgjör með T+3. Viðskipti með Júpíter lausafjársjóð verða óbreytt á fimmtudeginum 20. ágúst (T+1) en viðskipti sem eru gerð á föstudeginum 21. ágúst verða gerð upp T+2 (uppgjör á þriðjudegi).
Uppgjörsdagar viðskipta sem framkvæmd eru aðra daga verða með venjubundnum hætti.
Sjá tilkynningu frá Nasdaq CSD á eftirfarandi slóð: https://vbsi.is/Tilkynningar/Nanar/fyrirkomulag-a-uppgjori-vidskipta-vegna-kerfisskipta-nasdaq-csd-a-islandi
Kvikaeignastyring.is notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
Tölfræðilegar vefkökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.