Kvika eignastýring hélt vel heppnaðan hádegisfund á dögunum þar sem fjallað var um fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri, opnaði fundinn og kynnti stuttlega þær breytingar sem hafa átt sér stað að undanförnu hjá Kviku eignastýringu. Að því loknu fóru sérfræðingar félagsins yfir horfur á helstu eignamörkuðum:
- Agnar Möller, sjóðstjóri skuldabréfasjóða, fjallaði um innlenda vaxtamarkaðinn og tækifæri á íslenskum skuldabréfamarkaði.
- Skúli Hrafn Harðarson, sjóðstjóri hlutabréfasjóða, fjallaði um innlenda hlutabréfamarkaðinn og nýja áhættuhegðun í kjölfar lækkandi vaxta.
- Að lokum fór Kristinn Magnússon, sérfræðingur í eignastýringu, yfir stöðu og horfur á erlendum mörkuðum.
Fundarstjóri var Anna Rut Ágústsdóttir, forstöðumaður fjármála og rekstrar. Samantekt frá fundinum má finna hér að neðan.
Fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi