Forsíða /
Fréttir /
Kvika eignastýring hefur útgáfu vísitalna

Kvika eignastýring hefur útgáfu vísitalna

Þriðjudagur 06. október 2020

Kvika eignastýring hefur hafið útgáfu á vísitölum. Vísitölur Kviku eignastýringar eru tíu talsins og sýna ávöxtun á íslenskum verðbréfamarkaði. Vísitölurnar ná yfir hlutabréf, ríkisskuldabréf og skuldabréf fyrirtækja og opinberra aðila sem skráð eru í íslensku kauphöllina. Saman mynda þessar tíu vísitölur ítarlegt yfirlit yfir þróun fjármálamarkaðar á Íslandi.

Vísitölur Kviku eignastýringar eru eftirfarandi:

 

 

Yfirlit-Chart v3.png

 

 

Útreikningur og birting vísitalna Kviku eignastýringar er liður í að auka gagnsæi og skilvirkni á íslenskum verðbréfamarkaði. Þessu markmiði er náð fram með daglegri birtingu vísitalnanna. Vísitölurnar eru birtar á heimasíðu félagsins auk þess sem þær eru sendar út endurgjaldslaust í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á visitolur@kvikaeignastyring.is. Söguleg gögn vístalnanna má nálgast hjá Bloomberg og Kóða og er notkun þeirra heimil gegn því að heimildar sé getið. Frekari upplýsingar má finna hér.