Kvika eignastýring er framúrskarandi og til fyrirmyndar

fimmtudagur 15. október 2020

Kvika eignastýring hf. er í hópi íslenskra fyrirtækja sem Creditinfo veitir viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki áttunda árið í röð. Einungis um 2% fyrirtækja á Íslandi hljóta viðurkenninguna á hverju ári. Creditinfo setur ströng skilyrði við valið sem grundvallast á því að fyrirtæki byggi rekstur sinn á sterkum stoðum til langs tíma og efli hag fjárfesta og hluthafa.

Kvika eignastýring hefur einnig hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2020 að mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Um 2,7% fyrirtækja landsins uppfylla skilyrðin við valið og er þetta fjórða árið í röð sem félagið hlýtur þessa viðurkenningu.

Við hjá Kviku eignastýringu erum gífurlega stolt af þessum tveimur viðurkenningum sem við höfum fengið. Það er frábært að fá þessar viðurkenningar og enn betra að geta viðhaldið þeim ár frá ári. Þetta er staðfesting á þeirri góðu vinnu sem unnin er hér á hverjum degi. Eftir árangri okkar er tekið.“

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar.

20201014 - Framúrskarandi og til fyrirmyndar.png