Forsíða /
Fréttir /
Vísitölur Kviku eignastýringar í október

Vísitölur Kviku eignastýringar í október

Fimmtudagur 12. nóvember 2020

Kvika eignastýring hefur gefið út yfirlit fyrir október fyrir vísitölur félagsins. Markmið vísitalna Kviku eignastýringar er að auka upplýsingaflæði og gagnsæi á íslenskum fjármálamarkaði. Útgáfa mánaðarlegs yfirlits vísitalnanna er liður í því.

Í yfirlitunum má finna vigtir bréfa, þróun, ávöxtun og samsetningu vísitalnanna auk annarra tölulegra upplýsinga og breytinga á milli mánaða. Hér má sjá yfirlit vísitalna fyrir október.

Þróun vísitalna Kviku eignastýringar frá áramótum

20201110 - Vísitölur YTD.png

*Vísitala tók gildið 100 þann 1. september 2020

Þróun vísitalna Kviku eignastýringar í október 2020

Markaðsvísitala Kviku eignastýringar, KVIKATRI, hækkaði um 1,8% í október mánuði og munaði þar mestu um 6,7% hækkun Hlutabréfavísitölu Kviku eignastýringar, KVIKAEQI. Ríkisskuldabréfavísitalan, KVIKAGOVI, lækkaði um 1,1% en Skuldabréfavísitalan KVIKAXGOVI lækkaði um 2,0% í mánuðinum.

Vísitalan KVIKAi: Verðtryggt lækkaði um 1,6% í mánuðinum á meðan vísitalan KVIKAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,8%. Saman mynda þær Ríkisskuldabréfavísitöluna KVIKAGOVI.

Vísitalan KVIKAcb: Sértryggt lækkaði um 1,3% í mánuðinum og lækkaði vísitalan KVIKAp: Opinberir aðilar um 3,4%. Markaðsverðmæti Skuldabréfavísitölunnar KVIKAXGOVI lækkaði svo um 10 ma.kr., úr 845 ma.kr. niður í 835 ma.kr.

Tvær nýjar vísitölur sem standa fyrir utan vísitölufjölskylduna hækkuðu í mánuðinum sem var að líða. Hlutabréfavísitalan KVIKAeqcap hækkaði um 7,6% og Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa, KVIKAc, hækkaði um 0,8%.

Veltan með vísitölur Kviku eignastýringar var 238 milljarðar króna í október. Mestu munaði um 139 milljarða króna veltu Ríkisskuldabréfavísitölu Kviku eignastýringar en næst mesta veltan var Hlutabréfavísitala Kviku eignastýringar með 54 milljarða króna veltu í október.

Þróun félaga innan Hlutabréfavísitölu Kviku eignastýringar í október 2020

20201110 - Vísitölur félög.png

Frekari upplýsingar um vísitölur Kviku eignastýringar má finna hér. Vísitölurnar eru sendar út í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda, hægt er að skrá sig með því að senda póst á visitolur@kvikaeignastyring.is.

Yfirlit vísitalna Kviku eignastýringar fyrir október 2020.