Forsíða /
Fréttir /
Kvika eignastýring lækkar þóknanir tveggja sjóða

Kvika eignastýring lækkar þóknanir tveggja sjóða

Þriðjudagur 17. nóvember 2020

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa lækkað mikið á síðustu misserum og eru nú 1%. Í þessu lágvaxtaumhverfi vill Kvika eignastýring koma til móts við viðskiptavini sína og hefur ákveðið að lækka umsýsluþóknun tveggja sjóða í stýringu félagsins.

  • Umsýsluþóknun ríkisskuldabréfasjóðsins lækkar um 0,25 prósentustig, úr 1,0% niður í 0,75%. Sjóðurinn er verðbréfasjóður sem er ætlaður þeim fjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt til lengri tíma með virkri stýringu á skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs.
  • Umsýsluþóknun sértryggða skuldabréfasjóðsins lækkar um 0,15 prósentustig, úr 0,9% niður í 0,75%. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður og er ætlaður þeim fjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt til lengri tíma með virkri stýringu á sértryggðum skuldabréfum. Sjóðurinn leitast við að halda fjárfestingum sínum í sértryggðum skuldabréfum sem hæstum eða við 75% af heildareignum sjóðsins, nema markaðsaðstæður gefi tilefni til annars. Fjárfesting sjóðsins í ríkisskuldabréfum eru að jafnaði um 15-25% af heildareignum sjóðsins.

20201110 - Lækkun umsýslukostnaðar RIKI og SS.png

Ávöxtun þessara sjóða hefur verið góð undanfarin ár eins og sjá má hér að neðan.

20201110 - Lækkun umsýslukostnaðar.png

Tölur miðast við 30.10.2020. Heimild: Kvika eignastýring hf.

Eftir lækkunina sem tekur gildi í dag, 17. nóvember, verða þessir sjóðir með lægstu umsýsluþóknun sambærilegra sjóða á Íslandi, miðað við greiningu félagsins á upplýsingablöðum sjóðanna. Ítarlegri upplýsingar um sjóðina má finna hérTil að kaupa í sjóðum Kviku eignastýringar er hægt að senda tölvupóst á verdbref@kvikaeignastyring.is.

Fyrirvari

Söguleg ávöxtun er hvorki áreiðanleg vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestum er ráðlagt að leita sérfræðiráðgjafar og kynna sér vel þá fjárfestingarkosti sem í boði eru. Fjárhagsleg áhætta fylgir fjárfestingum í sjóðum um sam­eiginlega fjárfestingu. Helstu áhættuþættir eru markaðsáhætta, lausafjáráhætta, rekstraráhætta, verðbólguáhætta, mótaðilaáhætta og stjórnmálaáhætta. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér reglur, lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða sem má nálgast hér.