Forsíða /
Fréttir /
Vísitölur Kviku eignastýringar í nóvember 2020

Vísitölur Kviku eignastýringar í nóvember 2020

Fimmtudagur 03. desember 2020

Markaðsvísitala Kviku eignastýringar hækkaði um 2,8% í nóvember og jókst markaðsverðmæti vísitölunnar um 105 ma.kr. Nóvember var sterkur mánuður á hlutabréfamarkaði þar sem hlutabréfavísitölur Kviku eignastýringar hækkuðu um 6,5% og 7,9%.

Einblöðungar vísitalna Kviku eignastýringar

Þróun vísitalna Kviku eignastýringar frá áramótum

2020 11 YTD.png
Gengi vísitalna í nóvember

Markaðsvísitala Kviku eignastýringar, KVIKATRI, hækkaði um 2,8% í nóvember og munaði þar mestu um 6,5% hækkun Hlutabréfavísitölu Kviku eignastýringar, KVIKAEQI. Ríkisskuldabréfavísitalan, KVIKAGOVI, lækkaði um 0,4% en skuldabréfavísitalan, KVIKAXGOVI, hækkaði um 0,1%.

Vísitalan KVIKAi: Veðtryggt lækkaði um 1,6% í mánuðinum á meðan vísitalan KVIKAxi: Óverðtryggt stóð í stað. Saman mynda þær Ríkisskuldabréfavísitöluna KVIKAGOVI.

KVIKAcb: Sértryggt hækkaði um 0,3% milli mánaða en vísitalan KVIKAp: Opinberir aðilar lækkaði um 0,2%. Markaðsverðmæti Skuldabréfavísitölunnar KVIKAXGOVI hækkaði um 1 milljarð króna í mánuðinum.
Nóvembermánuður var sterkur fyrir hlutabréfamarkaðinn og hækkaði Hlutabréfavísitalan KVIKAEQI um 6,5% og jókst markaðsverðmæti vísitölunnar um 89 ma.kr. Hlutabréfavísitalan KVIKAeqcap átti mestu hækkunina í nóvember en vísitalan hækkaði um 7,9%.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa, KVIKAc, hækkaði um 0,9% og jókst markaðsverðmæti hennar um 2 ma.kr. í mánuðinum ásamt því að verðtryggingahlutfall vísitölunnar hækkaði úr 94,6% í 94,8%. Þessi vísitala, ásamt Hlutabréfavísitölunni KVIKAeqcap, stendur út fyrir vísitölufjölskylduna og reiknast þær tvær því ekki með í Markaðsvísitölu Kviku eignastýringar, KVIKATRI.

Þróun félaga innan Hlutabréfavísitölu Kviku eignastýringar í nóvember 2020

2020 11 EQI.png

Frekari upplýsingar um vísitölur Kviku eignastýringar má finna hér. Vísitölurnar eru sendar út í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda, hægt er að skrá sig með því að senda póst á visitolur@kvikaeignastyring.is.

Aðferðafræði vísitalna Kviku eignastýringar