Forsíða /
Fréttir /
Vísitölur Kviku eignastýringar á árinu 2020

Vísitölur Kviku eignastýringar á árinu 2020

Fimmtudagur 07. janúar 2021
Hlutabréfavísitala Kviku eignastýringar hækkaði um 29,8% á árinu 2020 og hækkaði mest allra vísitalna Kviku eignastýringar. Hlutabréfamarkaðurinn var mjög sterkur á seinni hluta ársins en ávöxtun þar síðustu þrjá mánuði ársins var 26,1%. Markaðsvísitala Kviku eignastýringar endaði árið með 18,8% ávöxtun og markaðsvirði upp á 3.207 ma.kr.
 

Mánaðaryfirlit vísitalna Kviku eignastýringar

Þróun vísitalna Kviku eignastýringar árið 2020

2020 12 YTD 2.png

*Vísitölur stofnaðar 1.9.2020

Gengi vísitalna í desember

Markaðsvísitala Kviku eignastýringar, KVIKATRI, hækkaði um 5,1% í desember og jókst markaðsvirði hennar um 209 ma.kr. Stærsta ástæðan var gott gengi Hlutabréfavísitölu Kviku eignastýringar, KVIKAEQI, sem hækkaði um 11,0% í desember.

Verðtryggða ríkisskuldabréfavísitalan, KVIKAi, hækkaði um 0,2% í desember og sömu sögu má segja um óverðtryggðu vísitöluna, KVIKAxi, en hún hækkaði einnig um 0,2% í mánuðinum. Meðallíftími verðtryggðu vísitölunnar jókst úr 8,54 í 8,61 ár á meðan meðallíftími óverðtryggðu vísitölunnar lækkaði úr 4,34 í 4,32 ár.

KVIKAcb: Sértryggt hækkaði um 0,3% á milli mánaða þegar vísitalan KVIKAp: Opinberir aðilar lækkaði um 0,2%. Saman mynda þær vísitöluna KVIKAXGOVI og hækkaði hún því um 0,1% og stendur markaðsvirði hennar um áramótin í 878 ma.kr.

Veturinn hefur verið kröftugur á hlutabréfamarkaði og hækkuðu hlutabréfavísitölur Kviku eignastýringar hraustlega. Í desember hækkaði Hlutabréfavísitalan KVIKAEQI um 11,0% og Hlutabréfavísitalan KVIKAeqcap um 10,0%. Markaðsvirði KVIKAEQI var 1.515 ma.kr. í lok árs 2020.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa, KVIKAc, hækkaði um 0,3% í mánuðinum þó markaðsvirði vísitölunnar hafi lækkað um 5 ma.kr. vegna uppgreiðslu á skuldabréfinu REG2SM 12 2 sem var gerð í desember.

Þróun félaga innan Hlutabréfavísitölu Kviku eignastýringar árið 2020

2020 12 EQI YTD.png

Frekari upplýsingar um vísitölur Kviku eignastýringar má finna hér. Vísitölurnar eru sendar út í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda, hægt er að skrá sig með því að senda póst á visitolur@kvikaeignasyring.is

Aðferðafræði vísitalna Kviku eignastýringar