Forsíða /
Fréttir /
Vísitölur Kviku eignastýringar í janúar 2021

Vísitölur Kviku eignastýringar í janúar 2021

Miðvikudagur 10. febrúar 2021

Hlutabréfavísitölur Kviku eignastýringar fara af stað með krafti á nýju ári og hækkaði Hlutabréfavísitalan um 3,7% og Hlutabréfavísitalan KVIKAeqcap um 3,0%. Markaðsvísitala Kviku eignastýringar hækkaði um 1,8% og stendur markaðsvirði hennar í 3.285 ma.kr. í lok janúar.

Einblöðungar vísitalna Kviku eignastýringar

Þróun vísitalna Kviku eignastýringar á árinu 2021

2021 01 YTD.png


Gengi vísitalna í janúar

Markaðsvísitala Kviku eignastýringar, KVIKATRI, hækkaði um 1,8% og jókst markaðsvirði hennar um 78 ma.kr. Sem fyrr var það Hlutabréfavísitala Kviku eignastýringar sem leiddi hækkanir en vísitalan hækkaði um 3,7% í mánuðinum og markaðsverðmæti hennar jókst um 57 ma.kr.

Ríkisskuldabréfavísitölur Kviku eignastýringar lækkuðu allar í janúar. Óverðtryggða vísitalan, KVIKAxi, lækkaði mest eða um 0,5%. Verðtryggða vísitalan, KVIKAi, lækkaði um 0,1% og því lækkaði Ríkisskuldabréfavísitalan, KVIKAGOVI, um 0,4%. Meðallíftími Ríkisskuldabréfavísitölunnar lækkaði úr 5,6 í 5,5 en verðtryggingahlutfall vísitölunnar jókst og fór úr 29,2% í 29,7%.

Vísitalan KVIKAp: Opinberir aðilar hækkaði um 0,9% í janúar en það var mesta hækkun skuldabréfavísitalna okkar í mánuðinum. Vísitalan KVIKAcb: Sértryggt hækkaði um 0,2%. Saman mynda þær vísitöluna KVIKAGOVI og hækkaði hún um 0,4% í janúar en markaðsvirði vísitölunnar jókst um 21 ma.kr. í janúar og stendur í 899 ma.kr.

Hlutabréfavísitala Kviku eignastýringar hækkaði um 3,7% og hefur hún hækkað um 35,4% síðasta árið þrátt fyrir COVID-19. Hlutabréfavísitalan KVIKAeqcap hækkaði örlítið minna en hún hækkaði um 300% í janúar.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa, KVIKAc, hækkaði um 0,4% á mánuðinum og jókst markaðsvirði hennar um 19 ma.kr. og lækkaði verðtryggingahlutfall vísitölunnar um 1,2 prósentustig. Skuldabréfið BUS 56 kom inn í þessa vísitölu um áramótin en bréfið hafði áður verið í vísitölunni KVIKAp: Opinberir aðilar.

Þróun félaga innan Hlutabréfavísitölu Kviku eignastýringar í janúar 2021

2021 01 EQI.png


Frekari upplýsingar um vísitölur Kviku eignastýringar má finna hér. Vísitölurnar eru sendar út í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda, hægt er að skrá sig með því að senda póst á visitolur@kvikaeignastyring.is

Aðferðafræði vísitalna Kviku eignastýringar