Forsíða /
Fréttir /
Kvika eignastýring leitar að öflugu starfsfólki

Kvika eignastýring leitar að öflugu starfsfólki

Föstudagur 12. febrúar 2021

Kvika eignastýring hefur auglýst fjórar stöður lausar til umsóknar. Um er að ræða áhættustjóra, fjárfestingastjóra á framtakssjóðasviði og sérfræðinga í sjóðastýringu og á fjármála- og rekstrarsviði.

Kvika eignastýring er leiðandi í eigna- og sjóðastýringu á Íslandi þar sem áherslan er lögð á langtímahugsun og árangur viðskiptavina. Hjá Kviku eignastýringu starfa 30 manns í metnaðarfullu, drífandi og jákvæðu umhverfi.

Ef þú ert metnaðarfullur og framsækinn einstaklingur og vilt láta gott af þér leiða þá höfum við áhuga á að fá þig til liðs við okkur og taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er.

Nánari upplýsingar um störfin má sjá hér að neðan en allar umsóknir fara í gegnum Alfreð.is.

Fjárfestingastjóri - Framtakssjóðasvið

Við leitum eftir reynslumiklum fjárfestingarstjóra í framtakssjóðateymi félagsins. Viðkomandi mun taka þátt í að fjárfesta fyrir hönd framtakssjóðanna, bera ábyrgð á að afla og greina fjárfestingartækifæri, leiða samningaviðræður og fylgja eftir fjárfestingum. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptafærni, geta stýrt fundum, flutt kynningar, vera sjálfstæður, lausnamiðaður og sýna frumkvæði.

Áhættustjóri

Við leitum eftir metnaðarfullum starfsmanni í starf áhættustjóra félagsins. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptafærni, sjálfstæði í starfi, nákvæmni og skipulagshæfni. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra félagsins.

Sérfræðingur á fjármála- og rekstrarsvið

Við leitum eftir öflugum, jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi í hóp sérfræðinga á fjármála- og rekstrarsviði félagsins. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða greiningarhæfni, búa yfir metnaði og vilja til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. 

Sérfræðingur í sjóðastýringu

Við leitum eftir öflugum, jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi til þess að starfa sem sérfræðingur á sjóðastýringarsviði félagsins. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða greiningarhæfni, hæfni í framsetningu gagna, búa yfir metnaði og vilja til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni.

 

Áhugasömum er bent á að sækja um á Alfreð.is.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Auðunsdóttir, mannauðsstjóri Kviku. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar.