Ársreikningur Kviku eignastýringar 2020

miðvikudagur 31. mars 2021

Kvika eignastýring hefur birt ársreikning fyrir árið 2020. Árið 2020 var besta rekstarár í sögu félagsins þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður.

Helstu niðurstöður ársreikningsins eru þessar:

  • Hagnaður ársins nam 1.133 milljónum króna samanborið við 260 milljónir króna árið áður.
  • Hreinar rekstrartekjur voru  2.423 milljónir króna samanborið við 837 milljónir króna árið 2019.
  • Eigið fé félagsins í árslok var 3.836 milljónir króna.
  • Í árslok voru 37 sjóðir í rekstri hjá félaginu, 6 samlagshlutafélög og eitt samlagsfélag.
  • Eignir í stýringu í árslok voru 361 milljarður króna.

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar:

„Árið 2020 var merkilegt ár hvert sem litið er. Örar breytingar í ytra umhverfinu í upphafi árs kölluðu á miklar áskoranir fyrir félagið og starfsfólk þess. Góður árangur okkar á liðnu ári sannar fyrir mér hvað félagið er byggt upp á traustum grunni og hversu öflug tekjusamsetning okkar er. Það voru ekki einungis breytingar í ytri aðstæðum sem lita þetta ár. Í september sameinaðist Júpíter rekstarfélag eignastýringu Kviku banka og úr varð Kvika eignastýring. Óhætt er að segja að þessar breytingar hafi byrjað vel og finnum við fyrir miklum samlegðaráhrifum og auknum krafti í sameinuðu félagi. Það er mín trú að sameinað félag sé enn betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum okkur framúrskarandi þjónustu og treysti ég engum betur til þess en því öfluga starfsfólki sem hér starfar.“

Ársreikningur 2020