Forsíða /
Fréttir /
Kvika eignastýring leitar að sérfræðingi

Kvika eignastýring leitar að sérfræðingi

Mánudagur 17. maí 2021

Kvika eignastýring er leiðandi í eigna- og sjóðastýringu á Íslandi þar sem áherslan er lögð á langtímahugsun og árangur viðskiptavina. Hjá Kviku eignastýringu starfa rúmlega 30 manns í metnaðarfullu, drífandi og jákvæðu umhverfi.

Ef þú ert metnaðarfullur og framsækinn einstaklingur og vilt láta gott af þér leiða þá höfum við áhuga á að fá þig til liðs við okkur og taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er.

Kvika eignastýring leitar eftir sérfræðingi í framtakssjóðateymi félagsins. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og vera með góða greiningar- og samskiptahæfileika. Reynsla af því að greina og verðmeta fjárfestingatækifæri er kostur.

Nánari upplýsingar um starfið má sjá hér að neðan en allar umsóknir fara í gegnum Alfreð.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Mat og greining fjárfestingakosta
 • Greining og eftirfylgni með fjárfestingum
 • Skýrslugerð til fjárfesta
 • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegt nám
 • Reynsla af greiningu og verðmötum fyrirtækja
 • Góð greiningarhæfni
 • Góð samskiptafærni
 • Reynsla og geta til að setja fram upplýsingar á hnitmiðaðan hátt
 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
 • 3 - 5 ára viðeigandi starfsreynsla er kostur