Kvika eignastýring er leiðandi í eigna- og sjóðastýringu á Íslandi þar sem áherslan er lögð á langtímahugsun og árangur viðskiptavina. Hjá Kviku eignastýringu starfa yfir 30 manns í metnaðarfullu, drífandi og jákvæðu umhverfi.
Ef þú ert metnaðarfullur og framsækinn einstaklingur og vilt láta gott af þér leiða þá höfum við áhuga á að fá þig til liðs við okkur og taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er.
Nánari upplýsingar um starfið má sjá hér að neðan en allar umsóknir fara í gegnum Alfreð.is.
|
Starf sérfræðings á fjármála- og rekstrarsviði
Við leitum eftir öflugum, jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi í hóp sérfræðinga á fjármála- og rekstrarsviði félagsins. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða greiningarhæfni, búa yfir metnaði og vilja til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði fjármála og rekstrar innan félagsins
- Gagnavinnsla og greining gagna (excel og SQL)
- Skýrslugjöf til stjórnenda og stjórnar
- Gerð kynninga
- Skipulagning markaðsefnis og viðburða
- Aðkoma að áætlanagerð, ársreikningagerð og mánaðarlegum uppgjörum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, eins og viðskiptafræði, verkfræði eða annað sambærilegt nám
- Mjög góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu talna og gagna
- Hæfni í framsetningu gagna
- Mjög góð kunnátta á excel og powerpoint
- Þekking og reynsla á SQL og Navision er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg
- Sjálfstæði, skipulagshæfni, nákvæm og öguð vinnubrögð
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Metnaður og vilji til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni
|
Áhugasömum er bent á að sækja um á Alfreð.is.
Nánari upplýsingar veitir Erna Agnarsdóttir, mannauðsstjóri Kviku. Umsóknarfrestur er til og með 19. september.