Forsíða /
Fréttir /
Kvika eignastýring bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Kvika eignastýring bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Fimmtudagur 16. september 2021

Kvika eignastýring og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa gengið frá samstarfssamningi þess efnis að Kvika eignastýring verður bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021/2022.

Sinfo_Kvika15351.jpg

Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar og Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, skrifuðu nýlega undir samkomulagið í Hörpu.

Við undirskrift samningsins sagði Lára Sóley Jóhannsdóttir:

Það er afar ánægjulegt að Kvika eignastýring verði bakhjarl okkar á komandi starfsári sem er eitt það glæsilegasta og fjölbreyttasta í sögu hljómsveitarinnar. Samstarfið styður við okkar dýrmætu menningarsköpun og veitir okkur tækifæri til þess að efla kynningu á starfsemi hljómsveitarinnar hér heima og erlendis enn frekar. Það er mikils virði þegar kemur að því að breikka hóp þeirra sem sækja viðburðina okkar.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur í gegnum árin sýnt það og sannað hversu öflug hljómsveitin er og hversu lánsöm við sem þjóð erum að eiga hana að. Við í Kviku eignastýringu erum því virkilega stolt af því að geta stutt við jafn framúrskarandi hljómsveit og tónlistarfólk til menningarsköpunar eins og raun ber vitni,“  segir Hannes Frímann framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar.

Samningur við Sinfóníuhljómsveit Íslands er hluti af stefnu Kviku eignastýringar að styðja við verkefni sem auðga listsköpun og menningarlíf hér á landi.