Forsíða /
Fréttir /
Árshlutareikningur Kviku eignastýringar 30. júní 2021

Árshlutareikningur Kviku eignastýringar 30. júní 2021

Miðvikudagur 29. september 2021

Kvika eignastýring hefur birt árshlutareikning fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2021.

Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru þessar:

  • Hagnaður félagsins var 525 milljónir króna.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.592 milljónum króna
  • Í lok júní voru samtals 39 sjóðir í rekstri hjá félaginu sem og 8 samlagshlutafélög og eitt samlagsfélag.
  • Eignir í stýringu í lok júní voru 432 milljarðar króna og jukust um 71 milljarð króna á tímabilinu (361 milljaður króna í lok árs 2020).

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar:

„Árið hefur farið vel af stað hjá okkur í Kviku eignastýringu. Góður gangur og mikil aukning í eignum í stýringu síðan um áramót skýrist einkum af innri vexti. Þar ber helst að nefna fjármögnun og stofnun nýs framtakssjóðs sem ber heitið Iðunn framtakssjóður slhf. Sjóðurinn leggur áherslu á fjárfestingar á sviði lífvísinda og heilsutækni og hefur nú þegar lokið við tvær fjárfestingar. Auk þess hefur verið mikil aukning viðskiptavina í einkabankaþjónustu og aðra sjóði félagsins. Ávöxtun safna hefur verið góð á tímabilinu og framundan eru spennandi tímar á fjármálamarkaði og í rekstri félagsins.“

Árshlutareikningur 2021