Hlutabréfavísitalan KVIKAeqcap hækkaði mest á árinu 2021 og nam hækkunin 44,3%. Hlutabréfavísitala Kviku eignastýringar hækkaði um 41,2% á árinu 2021. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið hagfelldur á árinu með fjölda útboða og aukinni þátttöku almennings.
Ávöxtun markaðsvísitölu Kviku eignastýringar nam 20,1% á árinu og var markaðsvirði hennar 4.350 ma.kr. í lok árs.
Einblöðungar Kviku eignastýringar í desember
Þróun vísitalna Kviku eignastýringar árið 2021

Gengi vísitalna í desember
Markaðsvísitala Kviku eignastýringar, KVIKATRI, hækkaði um 2,2% í desember og jókst markaðsvirði hennar um 101 ma.kr. Gott gengi hlutabréfavísitalnanna KVIKUEQI og KVIKUeqcap eiga þátt í þeirri hækkun en þær hækkuðu um 3,9% og 3,7% í desember. Markaðsvirði þeirra var 2.468 ma.kr. og 2.508 ma.kr. undir lok mánaðar.
Bæði KVIKAp (opinberir aðilar) og KVIKAcb (sértryggð skuldabréf) hækkuðu um 0,2% í desember og saman mynda þær Skuldabréfavísitölu Kviku eignastýringar, KVIKAXGOVI, sem hækkar því einnig um 0,2%. Markaðsvirði hennar var 972 ma.kr. í lok desember.
Verðtryggða ríkisskuldabréfavísitalan, KVIKAi, hækkaði um 0,1% í desember en sú óverðtryggða, KVIKAxi, stóð í stað frá síðasta mánuði. Meðallíftími verðtryggðu vísitölunnar lækkaði frá 7,91 í 7,82 ár og sú óverðtryggða frá 3,93 í 3,84 ár. Saman mynda þær Ríkisskuldabréfavísitölu Kviku eignastýringar, KVIKAGOVI. Markaðsvirði hennar var 910 ma.kr. í lok desember.
Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa, KVIKAc, hækkaði um 0,4% í mánuðinum og um 11% á árinu 2021.
Þróun félaga innan Hlutabréfavísitölu Kviku eignastýringar árið 2021

Frekari upplýsingar um vísitölur Kviku eignastýringar má finna hér. Vísitölurnar eru sendar út í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda, hægt er að skrá sig með því að senda póst á visitolur@kvikaeignastyring.is.
Aðferðafræði vísitalna Kviku eignastýringar