Forsíða /
Fréttir /
Vísitölur Kviku eignastýringar í janúar 2022

Vísitölur Kviku eignastýringar í janúar 2022

Fimmtudagur 03. febrúar 2022

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa: KVIKAc hækkaði mest allra vísitalna Kviku eignastýringar í mánuðinum. Hækkunin nam 0,5%.

Einblöðungar vísitalna Kviku eignastýringar

Þróun vísitalna Kviku eignastýringar frá áramótum

2022 01 YTD.png

Gengi vísitalna í janúar

Markaðsvísitala Kviku eignastýringar, KVIKATRI, lækkaði um 2,4%. Meðallíftími Markaðsvísitölunnar stóð í stað í 2,4. Markaðsvirði vísitölunnar lækkaði um 102 ma.kr. í mánuðinum og stóð í lok mánaðarins í 4.224 ma.kr.

Verðtryggða vísitalan, KVIKAi, lækkaði um 0,9% í mánuðinum en markaðsvirði hennar var óbreytt. Gengi óverðtryggðu vísitölunnar, KVIKAxi, lækkaði um 1,6% og lækkaði markaðsvirði hennar um 13 ma.kr. Í heildina lækkaði Ríkisskuldabréfavísitalan, KVIKAGOVI, um 1,3%. Verðtryggingahlutfall vísitölunnar hækkaði um 0,4 prósentustig og meðaltími vísitölunnar lækkaði um 0,1 í mánuðinum.

Skuldabréfavísitalan, KVIKAXGOVI, lækkaði um 1,0% í janúar en markaðsvirði vísitölunnar lækkaði um 8 ma.kr. Vísitala opinberra aðila, KVIKAp, lækkaði um 2,4% á sama tíma og sértryggða vísitalan, KVIKAcb, lækkaði um 0,4%.

Hlutabréfavísitala Kviku eignastýringar, KVIKAEQI, lækkaði um 3,3% í mánuðinum, mest allra vísitalna Kviku eignastýringar. Vísitalan hefur hækkað um 31,6% á milli ára. Markaðsvirði vísitölunnar lækkaði um 81 ma.kr. í janúar og stendur nú í 2.387 ma.kr. Hlutabréfavísitalan KVIKAeqcap lækkaði um 2,9% í janúar.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa, KVIKAc, hækkaði um 0,5% í mánuðinum, mest allra vísitalna Kviku eignastýringar. Markaðsvirði vísitölunnar hækkaði um 18 ma.kr. Vísitalan hefur alls hækkað um 11,1% síðustu 12 mánuði.

Þróun félaga innan Hlutabréfavísitölu Kviku eignastýringar í janúar 2022

2022 01 EQI.png

Við vekjum athygli á því að útreikningar fyrir vísitölu opinberra aðila, KVIKAp, hefur verið uppfærð þar sem vísitalan innihélt ranglega bréf sem voru ekki með viðskiptavakt. Uppfærslan nær aftur til 1. desember 2021. Þar sem KVIKAp er hluti af KVIKAXGOVI og KVIKATRI, þá gefum við einnig út uppfærð gildi fyrir þær vísitölur. Einnig vantaði bréf í vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa, KVIKAc, og hefur hún verið leiðrétt fyrir sama tímabil.

Frekari upplýsingar um vísitölur Kviku eignastýringar má finna hér. Vísitölurnar eru sendar út í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda, hægt er að skrá sig með því að senda póst á visitolur@kvikaeignastyring.is

Aðferðafræði vísitalna Kviku eignastýringar

Algengar spurningar

Leiðrétt gengi vísitalna