Kvika eignastýring hf. hagnaðist um 1.113 milljónir króna á árinu 2021 fyrir skatta og voru heildarrekstrartekjur félagsins 3.055 milljónir króna.
Eignir í stýringu hækkuðu um 107 ma.kr. á árinu og námu alls 468 ma.kr. í árslok. Ávöxtun safna og sjóða í rekstri félagsins var mjög góð á árinu og skilaði hún eignaaukningu upp á alls um 46 ma.kr. Umfang félagsins hélt áfram að aukast á árinu og voru stofnaðir fjórir nýir sjóðir á árinu, þar á meðal var framtakssjóðurinn Iðunn slhf. sem leggur áherslu á fjárfestingar á sviði lífvísinda og heilsutækni. Auk þess var fyrsti erlendi sjóðurinn í rekstri félagsins stofnaður, Kvika - Heimur.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2021 eru þessar:
Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar:
„Árið 2021 var gott ár hjá Kviku eignastýringu. Grunnreksturinn styrktist á liðnu ári og voru stofnaðir fjórir nýja sjóðir. Þá stigum við mikilvæg skref í stafrænni vegferð félagsins með því að bjóða viðskiptavinum að eiga viðskipti með sjóði félagsins með rafrænum hætti. Eignir í stýringu hækkuðu um 107 ma.kr. á árinu eða um 30%. Aukningin er bæði tilkomin vegna mikillar fjölgunar viðskiptavina, en hreint innflæði á árinu var um 61 ma.kr., og góðrar ávöxtunar eigna í stýringu sem nam um 46 ma.kr. Þessi árangur veitir okkur bjartsýni og kraft til þess að halda áfram að veita viðskiptavinum fjölbreytt vöruframboð og framúrskarandi þjónustu.“