Forsíða /
Fréttir /
Kvika eignastýring ræður þrjá nýja starfsmenn

Kvika eignastýring ræður þrjá nýja starfsmenn

Mánudagur 10. október 2022

Kvika eignastýring hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn. Ráðningarnar koma samhliða auknum umsvifum félagsins og endurspegla þann styrk sem félagið býr yfir.

Helena, Lilja og Karvel.png

Frá vinstri: Helena Guðjónsdóttir, Lilja Sólveig Kro og Karvel Steindór Pálmason

Helena Guðjónsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í sjálfbærni hjá Kviku eignastýringu. Helena hefur áður unnið í sjálfbærniverkefnum hjá Kviku. Hún er einnig í miðlunarhópi IcelandSIF, samtaka sem vinna að því að efla umræðu og fræðslu um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Áður starfaði Helena hjá bresku verslunarkeðjunni Hamleys, mestmegnis í Bretlandi og svo í Tékklandi.

Helena er með B.A. gráðu í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Goldsmiths University of London og MBA gráðu frá IESE Business School í Barcelona.

Lilja Sólveig Kro hefur verið ráðin sem sérfræðingur hjá stofnanafjárfestum Kviku eignastýringar. Lilja mun koma að greiningarvinnu félagsins og er ráðning hennar liður í að styrkja enn frekar greiningar, eignastýringu og þjónustu við viðskiptavini. Áður starfaði Lilja á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands auk þess sem hún kenndi hagrannsóknir við Háskóla Íslands.

Lilja er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í hagfræði frá Stockholm University. Einnig leggur hún stund á nám í verðbréfaviðskiptum.

Karvel Steindór Pálmason hefur verið ráðinn sem sérfræðingur kreditsjóða hjá Kviku eignastýringu. Karvel hóf störf á fjármálamarkaði árið 2008. Hann starfaði sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Landsbankans á árunum 2008-2015, sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Virðingar frá 2015-2017, við fyrirtækjarekstur, fjármögnun og í fjárfestingum til 2020 og í hagdeild Marel hf. frá 2020-2022.

Karvel er með BA gráðu í Stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er í Executive MBA námi við UHI háskólann í Skotlandi.

Þau hafa öll hafið störf.