Forsíða /
Fréttir /
Samantekt yfir markaði í október: Hvar liggja ávöxtunartækifærin?

Samantekt yfir markaði í október: Hvar liggja ávöxtunartækifærin?

Miðvikudagur 12. október 2022

Innlend skuldabréf

Seðlabanki Íslands hækkaði vexti bankans um 0,25 prósentur þann 5. október. Meginvextir bankans eru því 5,75%. Hækkunin er í takt við væntingar en spár lágu á bilinu 0,25-0,5 prósentu hækkun. Seðlabankastjóri sagði að „mögulega sé búið að gera nóg“ en áhættan liggur í þróun raunhagkerfisins og kjarasamningum.

Innlend hlutabréf

Í september var íslenski hlutabréfamarkaðurinn færður í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE-Russell. Fjárfestar höfðu greinilega farið fram úr sér varðandi væntingar um hækkun og niðurstaðan varð sú að mun meira framboð en eftirspurn myndaðist við inngöngu erlendu fjárfestanna en markaðsaðilar höfðu vænst til. Horfurnar fyrir íslenskan hlutabréfamarkað til lengri tíma eru góðar, sérstaklega í alþjóðlegum samanburði. Þó má gera ráð fyrir áframhaldandi flökti.

Erlend verðbréf

Erlendir markaðir, bæði hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðir, áttu undir högg að sækja í september. Seðlabankar héldu áfram að herða að hagkerfum sínum með stórum vaxtahækkunum. Bandaríkjadalur hefur verið í miklum styrkingarham það sem af er ári en algengt er að fjárfestar sækist í auknu mæli í Bandaríkjadal þegar óvissa (flökt) á mörkuðum eykst.

Kvika eignastýring gefur út ítarlegar greiningar til sinna viðskiptavina mánaðarlega. Þetta er einungis brot af greiningunni. Þú getur keypt í sjóðum Kviku eignastýringar hér.