Kvika verðbréf, nýtt app fyrir viðskiptavini Kviku

mánudagur 09. janúar 2023

Kvika verðbréf - Header mynd.png

Kvika eignastýring hefur gefið út appið Kvika verðbréf og er það aðgengilegt viðskiptavinum Kviku eignastýringar og Kviku banka.

Aldrei hefur verið auðveldara að fylgjast með stöðu og þróun eignasafna. Kvika verðbréf birtir allar helstu upplýsingar á einfaldan og skýran hátt. Þar er að finna yfirlit þróunar markaðsvirðis og ávöxtunar safna, samsetningu eftir eignaflokkum, sundurliðun eigna og ítarupplýsinga þeirra ásamt samantekt yfir allar hreyfingar.

Kvika verðbréf er liður í því að auka við þjónustu viðskiptavina Kviku eignastýringar en við trúum því að fjölbreytt vöruframboð og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini okkar séu hornsteinar trausts viðskiptasambands.

Frekari upplýsingar um Kviku verðbréf má finna hér.