Kvika eignastýring birtir upplýsingar um þróun ábyrgra fjárfestinga fyrir árið 2022

fimmtudagur 16. febrúar 2023

Kvika hefur gefið út sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2022 og er það í annað skipti sem Kvika gefur út slíka skýrslu. 

UFS-leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0) er fylgt við gerð skýrslunnar en einnig eru nýjustu útgáfur Global Reporting Initiative staðlanna (GRI 2021) hafðar til hliðsjónar og viðeigandi vísum svarað. 

Skýrslan er gefin út samhliða ársreikningi Kviku og dótturfélaga og er ætlað að gefa heildstæða mynd af rekstri félagsins og árangri þess í málefnum sem snerta sjálfbærni, umhverfis- og félagsmál, sem og að veita upplýsingar um stjórnarhætti (UFS). 

Í skýrslunni má finna kafla um ábyrgar fjárfestingar Kviku eignastýringar en þróun áherslna á sjálfbærni má rekja allt til ársins 2008 þegar fyrsti framtakssjóðurinn í rekstri félagsins, þar sem tekið er mið af UFS-þáttum í fjárfestingarferlinu, var stofnaður. Frá árinu 2017 hefur enn frekari þróun átt sér stað og margt hefur gerst á liðnu ári. Helstu verkefni á árinu 2022 sem falla undir stefnu Kviku eignastýringar um ábyrgar fjárfestingar og áherslur sjálfbærnistefnu samstæðunnar er undirbúningur UFS-miðaðra sjóða, þróun UFS-áhættumats á innlendum eignum og aukin umræðu og þekking á sjálfbærni innan félagsins.

Kaflinn um ábyrgar fjárfestingar Kviku eignastýringar hefur verið birtur á heimasíðu félagsins hér.

Sjálfbærniskýrsla Kviku