Forsíða /
Fréttir /
Kvika Reykjavíkurskákmótið í fullum gangi

Kvika Reykjavíkurskákmótið í fullum gangi

Mánudagur 03. apríl 2023

Kvika Reykjavík Open skákmótið hófst 29. mars og stendur mótið til 4. apríl. Kvika eignastýring og Brim eru aðalstyrktaraðilar mótsins. Þetta er í 37. sinn sem mótið fer fram en fyrst var það haldið 1964.

Mettþátttaka er á mótið í ár og eru um 400 keppendur skráðir til leiks en fyrra met var sett 2015 þegar 272 keppendur tóku þátt. Um 85 íslenskir skákmenn eru skráðir á mótið í ár. Fjölmargir erlendir keppendur taka þátt í ár en samtals eru skákmenn frá 47 löndum, þar af 60 Þjóðverjar en þeir eru fjölmennastir erlendra keppenda. Sex íslenskir stórmeistarar taka þátt en samtals eru 34 stórmeistarar sem taka þátt og er það metþátttaka.

Daníel Þór Magnússon, sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu, lék fyrsta leikinn í einvígi úkraínska alþjóðameistarans Vasyl Ivanchuk og stórmeistarans Evgenios Ionnidis. Vasyl Ivanchuk er stigahæsti skákmaðurinn á mótinu í ár. Næstir á eftir honum koma Nils Grandelius og Aryna Tari en þeir koma frá Svíþjóði og Noregi.

Aría Björk Daníelsdóttir varð yngsti keppandinn í sögu Reykjavíkurskákmótsins til þess að vinna skák á mótinu. Aría Björk er 6 ára gömul en andstæðingur hennar sem hún sigraði er 62 ára. Aría Björk er dóttir Daníels Þórs, sjóðstjóra og fulltrúa Kviku eignastýringar á mótinu.

Mótið fer fram í Hörpu og geta allir skákáhugamenn mætt og fylgst með. Aðgangur er ókeypis en einnig er hægt að fylgjast með á https://www.reykjavikopen.com.