Kvika eignastýring er framúrskarandi og til fyrirmyndar

fimmtudagur 16. nóvember 2023

Kvika eignastýring hf. er í hópi íslenskra fyrirtækja sem Creditinfo veitir viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki ellefta árið í röð. Einungis um 2% fyrirtækja á Íslandi hljóta viðurkenninguna á hverju ári. Creditinfo setur ströng skilyrði við valið sem grundvallast á því að fyrirtæki byggi rekstur sinn á sterkum stoðum til langs tíma og efli hag fjárfesta og hluthafa.

Kvika eignastýring hefur einnig hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023 að mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þetta er sjöunda árið í röð sem félagið hlýtur þessa viðurkenningu.

„Ég er virkilega stoltur að Kvika eignastýring hljóti þessar tvær viðurkenningar og eru þær staðfesting á því öfluga starfi sem starfsfólk félagsins vinnur á hverjum degi. Að fá viðurkenningar er okkur hvatning til að halda áfram þeirri góðu stefnu félagsins að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.“

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar.

Mynd 2023.png