Forsíða /
Fyrirvari

Fyrirvari

Kvika eignastýring hf., kt. 520506-1010 („KE“) hefur útbúið meðfylgjandi samantekt fyrir viðskiptavini sína. Skoðunum eða tilmælum sem hér eru sett fram er ekki ætlað að vera ráðgjöf til tiltekins fjárfestis. Mælt er með að hugsanlegir fjárfestar ráðfæri sig við ráðgjafa sína í þessu tilliti. Viðtakendur einir bera ábyrgð á þeim fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem birtar eru í samantekt þessari. KE ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum sem birtar eru í samantekt þessari né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar þeirra vegna ákvarðana, athafna eða athafnaleysis sem byggir á samantektinni. KE er ekki skuldbundin til að uppfæra samantekt þessa, veita frekari upplýsingar eða leiðrétta villur sem kunna að koma í ljós.

Við fjárfestingarákvörðun þurfa væntanlegir fjárfestar að hafa í huga að fjárfesting í fjármálagerningum eða sjóðum felur í sér áhættu og ekki er hægt að veita neinar tryggingar fyrir því að fjárfestingarmarkmiðum verði náð. Fjárfestum er bent á að fá óháða ráðgjöf hvað varðar skattlagningu í tengslum við hugsanlega fjárfestingu ef við á. Efnið í þessari samantekt hefur verið yfirfarið og er sett saman eftir bestu vitund og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. KE telur upplýsingar í samantekt þessari traustar en getur ekki ábyrgst að þær séu tæmandi, endanlegar eða ábyrgst réttmæti þeirra. Þar að auki geta upplýsingar, forsendur og skoðanir breyst fyrirvaralaust. KE ábyrgist ekki að breyta samantektinni ef villur finnast eða ef forsendur, skoðanir eða upplýsingar breytast. Allar staðhæfingar eða ályktanir sem hér kunna að koma fram eru eingöngu KE og engra annarra þriðju aðila. Samantektin byggir á opinberum upplýsingum og gögnum sem birst hafa opinberlega. KE ábyrgist á engan hátt réttmæti upplýsinganna sem birtar eru í samantekt þessari, hvort sem þær koma frá KE eða þriðja aðila.

KE á höfundarrétt á öllum þeim upplýsingum sem fram koma í samantektinni, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki KE þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma í kynningunni, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða dreifa þeim.

Almennt er ávöxtun sett fram sem nafnávöxtun. Sé ekki annað tekið fram eru ávöxtunartölur í kynningarefni nafnávöxtunartölur. Ávöxtunartölur eru almennt í íslenskum krónum. Söguleg ávöxtun er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð.