Forsíða /
Sérhæfðir sjóðir /
ACF IV slhf.

ACF IV slhf.

  • Um sjóðinn
  • Fjárfestingateymi
  • Fjárhagsupplýsingar
  • Aðrar upplýsingar
Um sjóðinn

Fyrir hverja er sjóðurinn

ACF IV slhf. er lokaður sérhæfður sjóður, þ.e. ekki opinn til fjárfestingar. Sjóðurinn er samlagshlutafélag sem fjárfestir m.a. í skuldabréfum og lánum til fyrirtækja.

Fjárfestingarstefna

ACF IV slhf. hefur það að meginmarkmiði að fjárfesta í skuldabréfum, lánum og öðrum skuldaviðurkenningum fyrirtækja og annarra aðila, sem gefið geta ávöxtun umfram ríkistryggð skuldabréf. Félagið mun leitast við að fjárfesta í dreifðu safni þar sem líftími hverrar fjárfestingar getur verið misjafn og vextir verið ýmist fastir eða breytilegir.

Grunnupplýsingar

Rekstrarfélag

Kvika eignastýring hf.

Sjóðsform

Samlagshlutafélag

Skráningarland

Ísland

Stofnár

2023

Grunnmynt

ISK

Vörslufélag

Kvika banki hf.

Sjóðstjóri

Jónas Reynir Gunnarsson

Fjárfestum er ráðlagt að leita sér sérfræðiráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Jafnframt eru fjárfestar hvattir til að kynna sér reglur og útboðslýsingar sjóða.

Skattlagning hlutdeildarskírteina fellur undir lög um tekjuskatt nr. 90/2003 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur nr. 94/1996. Eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðum eru hvattir til að kynna sér skattalega stöðu sína og leita ráðgjafar sérfræðinga s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda.

Kvika eignastýring hf. hefur útvistað hluta af daglegum rekstri til Kviku banka hf. á grundvelli laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021 og laga um sérhæfða sjóði, nr. 45/2020. Kvika eignastýring hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 3. gr. og 1.-3. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002