Sjóðastýring

Kvika eignastýring hf. starfrækir fjölda verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem eru rafrænt skráðir og opnir almenningi til fjárfestingar. Félagið býður upp á fjölbreytt úrval skuldabréfa-, hlutabréfa- og blandaðra sjóða.

Félagið rekur einnig fjölmarga sérhæfða sjóði sem eru eingöngu opnir fagfjárfestum.

Fjárfestar í sjóðum félagsins eru einstaklingar, fyrirtæki, lífeyrissjóðir og sjóðir annarra rekstrarfélaga. Við stýringu sjóða eru hagsmunir sjóðfélaga ávallt hafðir að leiðarljósi með það að markmiði að ná framúrskarandi árangri þar sem skilvirku jafnvægi ávöxtunar og áhættu er náð. Sjóðir félagsins gefa út hlutdeildarskírteini sem eru ávísun á hlut í eignasafni sjóðanna og eru þær eignir aðgreindar frá eignum félagsins.