Fyrir hverja er sjóðurinn
Kvika - Iceland Fixed Income Fund er sérhæfður sjóður sem fjárfestir í skuldabréfum og má beita vogun við fjárfestingar. Sjóðurinn er einungis opinn fagfjárfestum og veitir því ekki viðtöku fjár frá almenningi.
Fjárfestingarstefna
Markmið sjóðsins er að ávaxta þá fjármuni sem greiddir eru inn í sjóðinn með fjárfestingum í öllum tegundum fjármálagerninga. Þótt sjóðurinn sérhæfi sig í fjárfestingum í ríkistryggðum skuldabréfum, skuldabréfum fjármálastofnanna og opinberra aðila, skiptasamningum með vexti og aðra afleiðusamninga, þá útilokar fjárfestingastefna sjóðsins ekki fjárfestingu í neinum fjármálagerningum.
Fjárfestum er ráðlagt að leita sér sérfræðiráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Jafnframt eru fjárfestar hvattir til að kynna sér reglur og útboðslýsingar sjóða.
Skattlagning hlutdeildarskírteina fellur undir lög um tekjuskatt nr. 90/2003 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur nr. 94/1996. Eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðum eru hvattir til að kynna sér skattalega stöðu sína og leita ráðgjafar sérfræðinga s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda.
Kvika eignastýring hf. hefur útvistað hluta af daglegum rekstri til Kviku banka hf. á grundvelli laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021 og laga um sérhæfða sjóði, nr. 45/2020. Kvika eignastýring hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 3. gr. og 1.-3. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002.