Fyrir hverja er sjóðurinn
Kvika - IHF hs. er sérhæfður sjóður sem fjárfestir í hlutabréfum og má beita vogun við fjárfestingar. Sjóðurinn er einungis opinn fagfjárfestum og veitir því ekki viðtöku fjár frá almenningi.
Fjárfestingarstefna
Sjóðurinn fjárfestir í skráðum hlutabréfum útgefnum af íslenskum lögaðilum, afleiðum á skráð hlutabréf og öðrum tengdum fjármálagerningum. Fjárfestingarákvarðanir skiptast annars vegar í langtímagrunnstöðu þar sem horft er til stefnu markaðar og hlutfallslegrar verðlagningar einstakra félaga í samanburði við önnur og hins vegar í virka fréttadrifna stýringu til að bregðast við skammtímasveiflum. Stýring sjóðsins er mjög virk.
Fjárfestum er ráðlagt að leita sér sérfræðiráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Jafnframt eru fjárfestar hvattir til að kynna sér reglur og útboðslýsingar sjóða.
Skattlagning hlutdeildarskírteina fellur undir lög um tekjuskatt nr. 90/2003 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur nr. 94/1996. Eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðum eru hvattir til að kynna sér skattalega stöðu sína og leita ráðgjafar sérfræðinga s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda.
Kvika eignastýring hf. hefur útvistað hluta af daglegum rekstri til Kviku banka hf. á grundvelli laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021 og laga um sérhæfða sjóði, nr. 45/2020. Kvika eignastýring hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 3. gr. og 1.-3. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002.