Fyrir hverja er sjóðurinn
Kvika - DENARIUS hs. er lokaður sérhæfður sjóður. Hlutdeildarskírteini sjóðsins eru aðeins markaðsett fagfjárfestum.
Fjárfestingarstefna
Sjóðnum er heimilt að ávaxta fjármuni sína með því að veita lán, á hvaða formi sem er (til dæmis í formi lánasamnings, skuldabréfs eða afleiðusamnings), með veði í hvers kyns fjármálagerningum.
Sjóðnum er jafnframt heimilt að gera hvers kyns afleiðusamninga.
Þá er sjóðnum heimilt að stunda fjárfestingar sem teljast hluti af eðlilegri lausafjárstýringu og áhættustýringu svo sem m.t.t. vaxta, verðbólgu og gjaldmiðla.
Jafnframt hefur sjóðurinn heimild til skuldsetningar, þ.e. til að taka lán umfram verðmæti eigna sjóðsins, án nokkurs hámarks. Sjóðnum er jafnframt heimilt að veðsetja eignir sínar. Sjóðnum er heimilt að eiga viðskipti við eigendur hlutdeildarskírteina, hvort sem er einstaka eigendur eða alla, svo sem með sölu á skuldabréfum, fjármögnun eða með viðskiptum með eignir sjóðsins.
Fjárfestum er ráðlagt að leita sér sérfræðiráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Jafnframt eru fjárfestar hvattir til að kynna sér reglur og útboðslýsingar sjóða.
Skattlagning hlutdeildarskírteina fellur undir lög um tekjuskatt nr. 90/2003 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur nr. 94/1996. Eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðum eru hvattir til að kynna sér skattalega stöðu sína og leita ráðgjafar sérfræðinga s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda.
Kvika eignastýring hf. hefur útvistað hluta af daglegum rekstri til Kviku banka hf. á grundvelli laga um verðbréfasjóði, nr. 128/2011 og laga um sérhæfða sjóði, nr. 45/2020. Kvika eignastýring hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 3. gr. og 1.-3. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002.